Grikkland og Balkan

Næsta ferð hefst í marslok. Við radíóvirki Ragnarsson erum satt að segja orðnir nokkuð spenntir að halda ferðinni áfram og skoða okkur um í Grikklandi og Balkanlöndunum á leiðinni heim. Eitthvað teigðist nú úr ferðahléinu út af pöddunni alræmdu, en að lokum var valin til framhaldsferðar dagssetning sem tengist flugi með einstaklega óyndislegum hætti, sem …

Síðasta dagleiðin

Síðasta dagleiðin í þessari ferð, 323 km frá Alexandropolis til Þessalóniku, lá um grísk landbúnaðarhéruð þar sem við ókum lengi dags um bómullarræktun og þyrluðust litlir bómullarhnoðrar um veginn þar til þeir settust í kantgróður og mynduðu samfellda bómullarslikjurönd á um annað hundruð km kafla. Eitt er öðruvísi hér í Grikklandi en annars staðar þar …

Síðasti spölurinn í Tyrklandi

Frá Grand Asya hótelinu í Bandirma ökum við síðasta spölinn í Tyrklandi og inn í Grikkland. Nú bregður svo við að þokuslæðingur liggur yfir öllu og hitinn er rétt um 17 gráður. Ótrúlega lítil umferð er á vegunum og því afar þægilegur akstur. Þegar við tökum gamla og lúna ferjuna yfir Hellusund (Dardanellasund), sem tengir …

Denizli til Bandirma

Yfirgáfum North Point hótelið í Denizli um hálfníuleytið og vorum óðara komnir á þægilegan þjóðveg sem þræddi sig í gegnum gróskumiklar sveitirnar. Beggja vegna vegarins voru breiður af vínekrum og ókum við um vínræktarlönd hátt í 200 km leið. Inn á milli voru svo ólífutré og aldintré ýmiskonar sem ég kunni ekki að greina á …

Gróðursæl fjöll á leið til Denizli

Frá Michell gistingunni ökum við eina 150 km meðfram ströndinni og gengur alveg þokkalega að komast áfram þrátt fyrir meira og minna samfellda byggð gistihúsa, hótela og „hótel-resorta“ á þessari leið, eins og svo sem gefur að skilja. Við borgina Antalia yfirgefum við ströndina og sveigjum inn í landið mót norðri. Undanfarna daga höfum við …

Tyrkneski þjóðverjinn

Morguninn tókum við að venju rólega, enda einstaklega góður árbíturinn hjá Hilton fjölskyldunni og sérdeilis vistleg aðstaða á veröndinni strandmegin undir hótelveggnum. Fyrir utan hvað hlaðborðið var fjölbreyttara og flottara en við höfum átt að venjast og var þó undan fáu að kvarta, meira að segja tvær tegundir af venjulegum osti í sneiðum, eins og …

Komnir úr fjöllunum

Eftir því sem við færumst vestar, verður morgunverðarhlaðborðið líkara því sem gerist á okkar slóðum. Hér á Holiday Inn var það ljómandi gott, meira að segja hægt að velja um neskaffi úr vél, sterkt, en samt neskaffi, eða uppáhellt, sem reyndist nú vera óttalegt englapiss. Með því að blanda þessu saman var komið vel drykkjarhæft …

Bómull

Nú ökum við um hrjóstugar sléttur og rétt sést móta fyrir fjöllum í hitamistrinu við sjóndeildarhringinn. Á þessum frekar gróðursnauðu grjótmelum er samt fjöldi fjárhirða með hjarðir sínar á beit, svona um eitt til tvö hundruð skepnur í hóp. Einstaka nautgripahjarðir ber líka fyrir augu. Fyrr en varir erum við komnir í ræktarlönd aftur og …

Van vatnið

Fyrsta hálftímann ökum við afar huggulega leið meðfram Van vatninu, með snarbrattar hlíðar á aðra hönd og smágárað vatnið á hina. Van er feykistórt stöðuvatn Síðan er þetta fjallaakstur með svipuðu sniði og undanfarna daga í þægilegum svala, um 18-20 gráðum. Á vegi okkar verða göng nokkuð löng og þegar þeim sleppir lendum við í …

Íran kvatt

Nóttin var ekkert sérstaklega notaleg hjá mótorhjólamanninum mikla í Urmia. Í þetta sinn gistum við í húsinu hans sem er eins konar vandaður sumarbústaður rétt utan við bæinn. Gestaherbergið er með tveimur kojustæðum, þannig að nú náðum við báðir að sofa í neðri koju. Um tvöleytið um nóttina vakna ég skjálfandi af kulda, því þarna …