Gróðursæl fjöll á leið til Denizli

Frá Michell gistingunni ökum við eina 150 km meðfram ströndinni og gengur alveg þokkalega að komast áfram þrátt fyrir meira og minna samfellda byggð gistihúsa, hótela og „hótel-resorta“ á þessari leið, eins og svo sem gefur að skilja. Við borgina Antalia yfirgefum við ströndina og sveigjum inn í landið mót norðri. Undanfarna daga höfum við …

Denizli til Bandirma

Yfirgáfum North Point hótelið í Denizli um hálfníuleytið og vorum óðara komnir á þægilegan þjóðveg sem þræddi sig í gegnum gróskumiklar sveitirnar. Beggja vegna vegarins voru breiður af vínekrum og ókum við um vínræktarlönd hátt í 200 km leið. Inn á milli voru svo ólífutré og aldintré ýmiskonar sem ég kunni ekki að greina á …

Síðasti spölurinn í Tyrklandi

Frá Grand Asya hótelinu í Bandirma ökum við síðasta spölinn í Tyrklandi og inn í Grikkland. Nú bregður svo við að þokuslæðingur liggur yfir öllu og hitinn er rétt um 17 gráður. Ótrúlega lítil umferð er á vegunum og því afar þægilegur akstur. Þegar við tökum gamla og lúna ferjuna yfir Hellusund (Dardanellasund), sem tengir …

Síðasta dagleiðin

Síðasta dagleiðin í þessari ferð, 323 km frá Alexandropolis til Þessalóniku, lá um grísk landbúnaðarhéruð þar sem við ókum lengi dags um bómullarræktun og þyrluðust litlir bómullarhnoðrar um veginn þar til þeir settust í kantgróðri og mynduðu samfellda bómullarslikjurönd á annað hundruð km kafla. Eitt er öðruvísi hér í Grikklandi en annars staðar þar sem …