Denizli til Bandirma

Yfirgáfum North Point hótelið í Denizli um hálfníuleytið og vorum óðara komnir á þægilegan þjóðveg sem þræddi sig í gegnum gróskumiklar sveitirnar. Beggja vegna vegarins voru breiður af vínekrum og ókum við um vínræktarlönd hátt í 200 km leið. Inn á milli voru svo ólífutré og aldintré ýmiskonar sem ég kunni ekki að greina á …

Síðasti spölurinn í Tyrklandi

Frá Grand Asya hótelinu í Bandirma ökum við síðasta spölinn í Tyrklandi og inn í Grikkland. Nú bregður svo við að þokuslæðingur liggur yfir öllu og hitinn er rétt um 17 gráður. Ótrúlega lítil umferð er á vegunum og því afar þægilegur akstur. Þegar við tökum gamla og lúna ferjuna yfir Hellusund (Dardanellasund), sem tengir …

Síðasta dagleiðin

Síðasta dagleiðin í þessari ferð, 323 km frá Alexandropolis til Þessalóniku, lá um grísk landbúnaðarhéruð þar sem við ókum lengi dags um bómullarræktun og þyrluðust litlir bómullarhnoðrar um veginn þar til þeir settust í kantgróður og mynduðu samfellda bómullarslikjurönd á um annað hundruð km kafla. Eitt er öðruvísi hér í Grikklandi en annars staðar þar …