Motel One

Frá Motel One var örskots akstur að einu búðinni sem var á dagsskrá að versla í í langferðinni allri, sem sé BMW Niederlassung, þar sem kaupa þurfti ýmislegt smálegt og þiggja óverulega þjónustu. Að því stússi loknu var haldið sem leið lá í átt að Krakow. Tilbreytingarlítill hraðbrautarakstur og svo fór hann að rigna. Héldum allnokkurn spöl inn í regnið, en ákváðum að koma okkur bara til Krakow í þurru morguninn eftir og renndum inn að fyrsta besta bæ sem á vegi okkar varð. Lentum á snotrasta hóteli í Brzeg, hvernig sem þið nú viljið bera það fram. Eknir 338 km.