Með Hussein um Isfahan

Abbasi menn bjóða upp á ljómandi árbít og þokkalegasta kaffi í afar vistlegum sal, þar sem ganga um beina flottir þjónar, svo nú var það ritari sem óskaði eftir mynd af sér með einum úr þeirra hópi. Það er stíll á þjónum Abbasi hótelsins Hussein, bróðir Ali´s vinar okkar heima, sótti okkur um 10 leitið …

Til Isfahan

Árbíturinn snæddur í garðporti gistihússins Marjan kvaddi okkur þegar við yfirgáfum gistihúsið góða Morshedi House Nú var haldið á hraðbrautina til Isfahan. Á frekar fáförnum veginum ökum við gjarnan á miðakrein af þremur í sömu átt, því sú lengst til hægri er oft með lélegra malbiki, ég læt mér detta í hug að það geti …

Fjölbreyttir litir í fjöllunum

Þar sem árbítur yrði ekki fram borinn fyrr en um hálfníuleytið, en við vaknaðir um hálfsjö að vanda, þá var einfaldlega pakkað og haldið af stað. Ekki var nema 8 stiga hiti þarna í 2.300 m hæð, en fór ört hækkandi, hélst lengi í 18-20 gráðum en síðdegis skreið hann yfir 30 stigin og nutum …

Herbergi 105 í klettinum

Eftir morgunskattinn vildi faðir Hosseins endilega sýna okkur kirkju í bænum, sem hann sagði elstu kirkju jarðar, frá fyrstu öld, sem sé frumkristni. Við vorum heldur tregir til, enda mikil dagsskrá fyrir höndum, en þar sem þetta var bara 10 mín labb, þá slógum við til. Að kirkjunni komum við 45 mín eftir að við …

Tyrkland kvatt að sinni

Ferðalangarnir voru orðnir svo spenntir fyrir framrás komandi dags, einkum vegna þess að nokkur óvissa var um hvort þeim yrði hleypt inn í fyrirheitna landið, að þeir vöknuðu báðir hálftíma áður en vekjarinn hringdi kl. 5:45. Þá var bara að drífa sig á fætur og koma sér af stað. Tyrkland kvatt að sinni og Ararat …

Við rætur Ararat

Eitt er svolítið sérkennilegt við umferðarmenninguna hér, í stað þess að aka á akreinum eins þær eru merktar og víðast hvar er gert, þá aka menn gjarnan með hvítu línuna undir miðjum bílnum, vel að merkja í þeirri takmörkuðu umferð sem við höfum verið í undanfarið. Meira að segja hér á hálendisvegunum sem jafnan hafa …

Hádegsmatur í móanum

Oftar en ekki eru atburðir dagsins settir á netsíðuna á kvöldin eftir að samferðungurinn er sofnaður. Nennti því ekki í gærkvöldi, þannig að morguninn fór í þetta stúss, sem eflaust er fljótgert fyrir þá sem til verka kunna, en skrásetjari hér er tæknilegur fimbulfambari og því tekur allt sinn tíma. Komumst þó af stað um …

Bert og Johan

Enn á ný ökum við í sáralítilli umferð yfir ása og meðfram ám í botni þröngra dala, tökum aksturinn rólega því dagleiðin er stutt. Stoppum við bensínstöð þar sem tveir vélhjólamenn eru fyrir og tökum þá tali. Þetta eru Hollendingarnir Bert og Johan sem eru á leið til Georgíu og Armeníu á gömlum Moto Guzzi …