Íranski herinn

Frá Khorramabad lendum við strax í fjöllum, stórskemmtilegum fjallvegum í kjörhita, sem skreið rólega úr 18 gráðum upp í um 25 og var mikil tilbreyting frá nýliðnum dögum. Við ökum alllengi dags um hálendi, svona í kringum 1.800 m, um landbúnaðarhéruð mikil, hæðir og ásar plægðir, þarna yrkja menn jörðina allt upp undir grjóturðir fjallanna, …

Ahwaz til Khorramabad

Nú vorum við komnir á láglendi og þó við ækjum yfir einhver fjöll, fórum við aldrei yfir 500 m. Hitinn var skaplegur, náði aldrei sömu hæðum og í gær. Á þessari leið okkar frá Ahwaz til Khorramabad liggur bærinn Shushtar, en þar er afar merkileg stífla í Karún ánni, Band-E Kaisar, sem byggð var á …

„Bleika“ moskan

Samferðungurinnn varð fyrir vonbrigðum með bleiku moskuna fallegu hér í Shiraz, út af því hve hún var ekki nógu bleik að hans mati, einkum þar sem kominn er bleikur október. Okkar manni fannst bleika moskan ekki standa undir nafni Hún var fyrsti áfangastaður okkar í morgun og nutum við þess að skoða guðshúsið og fylgjast …

Persepolis

Saba vinkona okkar fræðir ferðalanginn um Persaveldi og þennan magnaða stað, Persepolis Saba sótti okkur kl 8 og héldum við rakleitt til Persepolis sem er um 60 km utan við Shiraz. Þar eru miklar minjar á stóru svæði af „viðhafnar“– og hátíðahöfuðborg Akkamenída, sem sé hins forna keisaradæmis Persa sem stofnað var af Kýrusi mikla …

Haldið til Shiraz

Nakin fjöllin í hita og þurrki Frá Arg-E-Yadid hótelinu í Yazd lögðum við upp kl 9, beint inn á veg sem liggur um fjöllin í áttina til Shiraz. Náttúrufegurðin þarna í auðninni og algerlega gróðursnauðum fjöllunum er engu lík, þar sem hver fjallgarðurinn rís upp af öðrum og maður sér þá í gegnum dulúðugt mistur. …

Yazd

Fjöllin smá hverfa inn í hitamistrið Úr pálmalundinum góða er ekið um eyðimörk alla leið til Yazd. Höfðum valið okkur gistingu í bæjarkantinum, Hotel Arg-E-Jadid. Þægilegt er að sleppa við kraðaksumferð miðbæjarins en geta þess í stað rennt viðstöðulaust að gistihúsinu. Af mörgu merku sem hér er að sjá, hafði ég mestan áhuga á Zóróastró-eldhofinu …

Út í eyðimörkina

Ali vinur okkar var búinn að leggja til að við færum ekki stystu leið til Yazd, eins og okkur fannst liggja beinast við, heldur leggja um 400 km krók á leið okkar út í miðja Dasht-E-Kavir eyðimörkina, til að upplifa þar yndislega vin sem pökkuð er döðlupálmum og örlítilli byggð. Þar hafði hann bókað fyrir …

Í matarboði hjá Hussein og vinum hans

Hussein sótti okkur um ellefuleitið og fór með okkur í um 40 km bíltúr, í sumarbústað vinar hans. Þarna voru tveir æskuvinir hans aðrir, þannig að okkur var boðið í veislu með þessum fjórum æskuvinum og fengum við að vita að þeir hittust svona einu sinni til tvisvar í mánuði fjórir saman í grillveislu og …

Með Hussein um Isfahan

Abbasi menn bjóða upp á ljómandi árbít og þokkalegasta kaffi í afar vistlegum sal, þar sem ganga um beina flottir þjónar, svo nú var það ritari sem óskaði eftir mynd af sér með einum úr þeirra hópi. Það er stíll á þjónum Abbasi hótelsins Hussein, bróðir Ali´s vinar okkar heima, sótti okkur um 10 leitið …