Heiðarnar á austurhluta Anatólíuskagans

Regnið sem átti að vera í dag samkvæmt spánni í gær hefur einhvern veginn fjarað út af veðurkortinu í morgunsárið, svo við drifum okkar bara af stað eftir morgunverðinn. Ef eitthvað er, verður enn strjálbýlla eftir því sem austar dregur, en landslagið minnir stundum óneitanlega á íslenskar heiðar, hæðir og ásar, dalir og háfjöll í …

Næturskjól í Sivas

Veðurútlitið var ekki spennandi, rigningu spáð svo til alla leiðina sem fara átti í dag. Og það stóðst, 268 km eknir, svo til allir í rigningu, þrumum og eldingum. Við höfðum svo sem rætt það, að ef við lentum í rigningu væri best að finna sér hótel og halda áfram þegar upp styttir. En hér …

Loftbelgir í Göreme

Vaknaði fyrir kl 6 í morgun í litla snotra hótelinu sem við fundum í Göreme, við hvæsið í loftbelgjunum sem svifu rétt ofan við húsþökin allt í kringum gistihúsið okkar. Hljóðið kemur af því að með stuttu millibili þarf að sprauta kröftugum gasloga inn í belginn til að hann haldi nægum hita, svo að blaðran …

Afyon til Kappadocia

Föstudagurinn 13. fór í akstur frá Afyon til Kappadocia. Mjög þægileg keyrsla, lítil umferð og hitinn stærsta hluta leiðarinnar ekki nema um 22 gráður. Vegurinn liggur í töluverðri hæð og virtist mér fjöll og ásar vera grjótmelar, en allt grasi vaxið upp í efstu eggjar öfugt við heima. Hér vorum við greinilega komnir upp fyrir …

Bómullarhöllin

Frá hinu huggulega Hilton hóteli eru um 200 km til Pamukkale, þangað sem förinni var nú heitið. Þar eru stórmerkileg náttúrufyrirbrigði, samfella af allstórum kalsítkerjum utan í mikilli hlíð, sem myndast hafa á árþúsundum vegna kalkúrfellinga úr volgu vatni sem flæðir þarna alls staðar niður hlíðina. Þetta er hreint út sagt mögnuð náttúrusmíð, yfirmáta áhugaverð …

Bókasafnið

Snæddum árbítinn innan um hóp af kínverskum ferðamönnum, sem bendir til að við séum hér svolítið á túristaslóðum. Við eftirgrennslan virtist mér markverðast til skoðunar: stóra moskan, blómagarður og nokkur grafhýsi. Við létum ekki glepjast af þessum spennandi attraksjónum, en brunuðum suður til Efesus, þangað sem Sál frá Tarsus skrifaði frumkristnum söfnuði lífsspeki og siðferðisleiðbeiningar …

Hreinn þvottur

Brottför verður varla fyrr en e.h., því fyrr yrði hjól radíóvirkjans ekki klárt hjá þjónustumiðstöð BMW. Því ákveð ég að setja óhreinan fatnað í þvott á Lotte Palace hótelinu. Hef haft nóg af sokkum, nærfötum og bolum til skiptanna (og skolað úr þessum fatnaði ef svo bar undir), en buxurnar hafa allnokkrum sinnum verið gegnsósa …

Lotte Palace

Í þessari ferð ætluðum við að sleppa Istanbul, umferðin þar er bæði einstaklega hröð og tillitslaus, hreinlega mjög ágeng. Til stóð að keyra hjá borginni, en svo kom í ljós að í Tyrklandi öllu eru aðeins tvær BMW þjónustustöðvar, önnur í Istanbul og hin í Ankara og hjól félagans þarfnaðist 10þús km olíuskipta og skoðunar, …

Að landamærum Tyrklands

Frá huggulega bænum Ruse var nú stefnan sett á landamærin yfir til Tyrklands og að bænum Edirne, sem er fyrsti stærri bær handan landamæranna á þeirri slóð sem við fórum um. Þar sem við vorum að leggja af stað á sunnudagsmorgni, var bókstaflega engin umferð og þannig hélst það að mestu leyti allan daginn. Einkum …