Fínn sumarbústaður

Bygging Peles kastala hófst árið 1873, var í byggingu með viðbyggingum vel fram á síðustu öld, eða til ársins 1914. Þetta var sumardvalastaður og veiðihús Rúmeníukonunga. Honum hefur verið afar vel við haldið og má Ceaucescu garmurinn eiga það að hann lokaði slotinu og lagði áherslu á viðhald húsanna. Á seinni árum hefur setrið verið …

Vlad Dracula

Frá Aiud var ekið beinustu leið í Bran kastala í Transilvaníu, sem að sjálfsögðu er langt frá því að vera bein leið. Enn og aftur landbúnaðarhéruð og svo kræklóttir fjallvegir í bland. Mikið er um vegaframkvæmdir, víða búið að fjarlægja annan vegarhelminginn á ca 1-3 km löngum köflum til að byggja alveg nýjan og hinn …

Á slóðum Jeremy Clarkson

Stuttur en snarpur göngutúr um bæinn svona til að liðka skankana og koma blóðinu á hreyfingu, áður en við settumst að morgunsnæðingi. Að afloknum árbít voru gps-tækin á hjólunum stillt á Sibiu, borg rétt norðan við Karpatafjöllin, þar sem hinn margfrægi 100 km langi, snarbugðótti vegur Transfagarasan liðast yfir fjallgarðinn og Jeremy Clarkson gerði skemmtileg …

Besta kaffið til þessa

Besta kaffi sem ég hef fengið í ferðinni til þessa, hérna hjá Park Inn Radisson í morgunverðarhlaðborðinu. Stórir fantar, lét renna í krúsina americano og svo double espresso út í. Loksins kaffi sem bragð er að. Ljómandi árbítur, pakkað og haldið af stað. Stefnan sett á Slóvakíu, yfir Tatrafjöllin sem liggja á landamærum Póllands og …

Krakow

Stuttur akstur í ágætis veðri, ekkert sérstaklega hlýtt þó, byrjuðum í sólskini og huggulegheitum en svo þykknaði upp og hitinn fór niður í 14 gráður um það við renndum inn í Krakow. Á Park Inn hótelinu fengum við stæði fyrir hjólin í bílageymslu, alltaf tryggara að hafa þau innanhúss. Hótelið er svona korters rölt frá …

Motel One

Frá Motel One var örskots akstur að einu búðinni sem var á dagsskrá að versla í í langferðinni allri, sem sé BMW Niederlassung, þar sem kaupa þurfti ýmislegt smálegt og þiggja óverulega þjónustu. Að því stússi loknu var haldið sem leið lá í átt að Krakow. Tilbreytingarlítill hraðbrautarakstur og svo fór hann að rigna. Héldum …

Hraðferð til Dresden

Á dagsskránni var einfaldlega hraðferð í suðurátt, markmiðið að ná til Dresden fyrir myrkur. Reyndar gerðum við smá hlé á þeysireiðinni í Berlín, en þar við snæddum miðdegisverð með systursonum Guðmundar, þeim Andra og Sölva og kærustu þess síðarnefnda. Hittum þá á matsölu í námunda við heimili þeirra og áttum með þeim skemmtilega stund. Þarna …

Ferjan til Hirtshals

Vöknuðum tímanlega, tæmdum vistarveru okkar og hófum svo bið eftir því að ferjan leggðist að bryggju í Hirtshals. Um ellefuleytið runnu hjólin úr skipsskrokknum yfir á danskt malbik. Brunuðum sem leið lá um danska jafnsléttu, framhjá kornökrum, maísökrum og grænmetisgörðum, staðarlegum stórbýlum og nýábornum túnum þar sem skelfilegur skarnafnykurinn fyllti vitin. Þóttumst sælir að þessi …

Á götur Færeyja

Sváfum út og drifum okkur svo í morgunverðarhlaðborðið. Síðan leið tíminn við lestur, myndasorteringar í tölvu og síma og annað daml. Komum til Þórshafnar um þrjúleytið og þó hann væri frekar súldarlegur ákváðum við að láta slag standa og drífa hjólin út á götur Færeyja. Við vorum varla komnir út úr skipinu þegar hann byrjaði …