Vlad Dracula

Frá Aiud var ekið beinustu leið í Bran kastala í Transilvaníu, sem að sjálfsögðu er langt frá því að vera bein leið. Enn og aftur landbúnaðarhéruð og svo kræklóttir fjallvegir í bland. Mikið er um vegaframkvæmdir, víða búið að fjarlægja annan vegarhelminginn á ca 1-3 km löngum köflum til að byggja alveg nýjan og hinn …

Á slóðum Jeremy Clarkson

Stuttur en snarpur göngutúr um bæinn svona til að liðka skankana og koma blóðinu á hreyfingu, áður en við settumst að morgunsnæðingi. Að afloknum árbít voru gps-tækin á hjólunum stillt á Sibiu, borg rétt norðan við Karpatafjöllin, þar sem hinn margfrægi 100 km langi, snarbugðótti vegur Transfagarasan liðast yfir fjallgarðinn og Jeremy Clarkson gerði skemmtileg …

Besta kaffið til þessa

Besta kaffi sem ég hef fengið í ferðinni til þessa, hérna hjá Park Inn Radisson í morgunverðarhlaðborðinu. Stórir fantar, lét renna í krúsina americano og svo double espresso út í. Loksins kaffi sem bragð er að. Ljómandi árbítur, pakkað og haldið af stað. Stefnan sett á Slóvakíu, yfir Tatrafjöllin sem liggja á landamærum Póllands og …

Krakow

Stuttur akstur í ágætis veðri, ekkert sérstaklega hlýtt þó, byrjuðum í sólskini og huggulegheitum en svo þykknaði upp og hitinn fór niður í 14 gráður um það við renndum inn í Krakow. Á Park Inn hótelinu fengum við stæði fyrir hjólin í bílageymslu, alltaf tryggara að hafa þau innanhúss. Hótelið er svona korters rölt frá …

Motel One

Frá Motel One var örskots akstur að einu búðinni sem var á dagsskrá að versla í í langferðinni allri, sem sé BMW Niederlassung, þar sem kaupa þurfti ýmislegt smálegt og þiggja óverulega þjónustu. Að því stússi loknu var haldið sem leið lá í átt að Krakow. Tilbreytingarlítill hraðbrautarakstur og svo fór hann að rigna. Héldum …

Hraðferð til Dresden

Á dagsskránni var einfaldlega hraðferð í suðurátt, markmiðið að ná til Dresden fyrir myrkur. Reyndar gerðum við smá hlé á þeysireiðinni í Berlín, en þar við snæddum miðdegisverð með systursonum Guðmundar, þeim Andra og Sölva og kærustu þess síðarnefnda. Hittum þá á matsölu í námunda við heimili þeirra og áttum með þeim skemmtilega stund. Þarna …

Ferjan til Hirtshals

Vöknuðum tímanlega, tæmdum vistarveru okkar og hófum svo bið eftir því að ferjan leggðist að bryggju í Hirtshals. Um ellefuleytið runnu hjólin úr skipsskrokknum yfir á danskt malbik. Brunuðum sem leið lá um danska jafnsléttu, framhjá kornökrum, maísökrum og grænmetisgörðum, staðarlegum stórbýlum og nýábornum túnum þar sem skelfilegur skarnafnykurinn fyllti vitin. Þóttumst sælir að þessi …

Á götur Færeyja

Sváfum út og drifum okkur svo í morgunverðarhlaðborðið. Síðan leið tíminn við lestur, myndasorteringar í tölvu og síma og annað daml. Komum til Þórshafnar um þrjúleytið og þó hann væri frekar súldarlegur ákváðum við að láta slag standa og drífa hjólin út á götur Færeyja. Við vorum varla komnir út úr skipinu þegar hann byrjaði …

Súld í Mývatnssveit

Súldin fylgdi okkur þennan morgun út Mývatnssveitina, en á Mývatnsöræfum vorum við komnir í þurrara veður sem breyttist svo í sólskin á Möðrudalsöræfum og hélst þannig út Jökuldalsheiðina og í raun það sem eftir lifði dags. Fjalladrottningin skartaði snækolli og gladdi augað sem endranær, þar sem hún rís upp úr umhverfinu og gnæfir yfir dyngjur …